Spurt og svarað

Hér finnur þú svör við algengum spurningum.

minus icon

Hvernig get ég flutt símanúmerið mitt yfir í Sambandið?

Náðu í ‘‘101 Sambandið‘‘ appið í Appstore eða Google Play, þar getur þú flutt númerið þitt yfir. 

minus icon

Hvernig virkar að bjóða vini í Sambandið?

Ef farið er í menu í 101 Sambandið appinu er hægt að velja að bjóða vini yfir í Sambandið. Ef vinur þinn samþykkir boðið innan tveggja vikna og flytur sig yfir fá báðir aðilar 15GB. 

minus icon

Í hvaða löndum kemst ég á netið með Krónuinneign?

Með Krónuinneign kemstu á netið utan EES í meira en 20 löndum. Innan EES kemstu á netið með Gagnapökkum Sambandsins. Þú kemst á netið með Krónuinneign Sambandsins í eftirfarandi löndum: Albanía, Argentína og Aserbaidsjan. Í Sambands appinu birtast upplýsingar um hvort Krónuinneign nýtist til að komast á netið í því landi sem þú ert staddur. Einnig birtast aðrar mögulegar leiðir til að tengjast netinu.

minus icon

Í hvaða löndum gilda gagnapakkarnir (reiki í Evrópu)

Lönd innan EES eru Asóreyjar, Austurríki, Álandseyjar, Belgía, Bretland, Búlgaría, Ceuta, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Franska Gvæjana, Færeyjar, Gíbraltar, Grikkland, Gvadelúpeyjar, Holland, Írland, Ítalía, Kanaríeyjar, Króatía, Kýpur-Suðurhluti, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Madeiraeyjar, Malta, Martiník, Melilla, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, San Marínó, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, St. Martin, Svalbarði, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.

minus icon

Í hvaða löndum gildir Ferðapakkinn?

Ferðapakkinn gildir í eftirfarandi löndum Albanía, Argentína, Aserbaísjan, Ástralía, Bangladess, Barein, Kanada, Chile, Kína, Kongó, Kólumbía, Kúveit, Ekvador, Egyptaland, Gana, Grænland, Guernsey, Gvatemala, Hong Kong, Indlandi, Ísrael, Malasía, Mön, Jersey, Kasakstan, Mexíkó, Nýja Sjáland, Níkaragva, Paraguay, Perú, Puerto Rico, Sameinuðu Arabísku furstadæmin, Serbía, Singapúr, Suður Afríka, Sviss, Taíland, Tyrkland, Úkraína, Rússland og Bandaríkin. 

minus icon

Af hverju er gagnamagnið mitt óvirkt?

Gagnapakki Sambandsins er virkur í 30 daga. Á 31sta degi verður gagnamagnið óvirkt. Næstu kaup virkja gagnamagnið aftur.   Með óvirkt gagnamagn:  - borgar þú samt ekki neitt fyrir símtöl og SMS. - getur notað gefins gagnamagn sem vinur þinn millifærir á þig. - hringir frítt í útlöndum innan EES. - sendir frítt SMS í útlöndum innan EES.

minus icon

Hvernig virkar sjálfvirk kaup?

Þegar keyptur er gagnapakki kemur upp sá valmöguleiki að haka í sjálfkvirk kaup eftir 30 daga. Þeir sem eru með sjálfvirk kaup þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að kaupa á 30 daga fresti og lenda aldrei í þeirri stöðu að gagnamagn verði óvirkt.

minus icon

Get ég fengið nýtt símkort á sama símanúmerið?

Það er alltaf hægt að fá nýtt símkort undir farsímanúmerið þitt ef kortið hefur glatast eða skemmst. Aftur á móti er ekki hægt að vera með tvö virk símkort undir sama farsímanúmeri. 

minus icon

Hver er gildistími gagnapakka, gefins gagnamagns og krónuinneignar?

Gagnapakki Sambandsins er virkur í 30 daga frá kaupdegi. Á 31sta degi verður gagnamagnið óvirkt. Ekki er hægt að nota óvirkt gagnamagn en næstu kaup virkja gagnamagnið aftur.

Gefins gagnamagn gildir í 30 daga frá því gjöf er gefin. Á 31sta degi verður gagnamagn óvirkt. Ekki er hægt að nota óvirkt gagnamagn en næstu kaup virkja gagnamagnið aftur.

Krónuinneign tapast aldrei svo lengi sem símanúmerið er virkt hjá Sambandinu. Þú getur alltaf hringt frítt og sent SMS innanlands.

minus icon

Hvernig get ég hringt í þjónustunúmer eða til útlanda?

Til þess að geta hringt í þjónustunúmer og til útlanda þarf að kaupa krónuinneign.  Hægt er að kaupa krónuinneign ef þú velur menu í 101 Sambandið appinu. 

minus icon

Hvernig er best að sjá til þess að gagnamagnið virki erlendis?

Ef notandi er staddur í landi innan EES ætti allt að virka án þess að það þurfi að stilla eitthvað sérstaklega en það kemur fyrir að það þurfi að skipta um ‘‘carrier‘‘ því símtækið valdi ekki rétt fyrirtæki erlendis. 

Leiðbeiningar til þess að skipta um ‘‘carrier‘‘: 

Android: 

  • Settings – Mobile Networks – Network Operators – Search Networks 

iPhone (IOS): 

  • Settings – Carrier – Haka úr autmatic – velja annað símkerfi 

Einnig er gott að athuga hvort að það sé ekki örugglega kveikt á mobile data eða data roaming. 

minus icon

Hvað geri ég ef ég týni símanum mínum (símkortið glatast)?

Ef símkort glatast þarf að tilkynna það sem fyrst til þess að koma í veg fyrir misnotkun. Ber notandi ábyrgð á allri notkun á kortinu þar til tilkynnt hefur verið að það sé glatað.  Hægt er að senda tölvupóst á sambandid@sambandid.is eða senda okkur skilaboð á Facebook/Messenger. 

minus icon

Er hægt að finna týnt eða stolið símtæki?

Sambandið framkvæmir leit að símtækjum hafi kæra verið lögð fram hjá lögreglu. Sé kæra skráð hjá lögreglu er hægt að gera tvennt: Annars vegar bíða eftir því að lögreglan sendi skýrsluna áfram á öll símafélögin. Viðbrögð lögreglu fara yfirleitt eftir umfangi málsins, en hratt er brugðist við þar sem um innbrot eða þjófnað er að ræða. Hins vegar er hægt að óska eftir uppflettingu símtækis hjá hverju símafélagi fyrir sig. 

Viljir þú óska með þessum hætti eftir leit að símtæki í okkar kerfum þarftu að afhenda okkur afrit af kæru til lögreglu (eyðublað sem fæst hjá þeim) og verður málsnúmer hjá lögreglu að koma fram á eyðublaðinu. Greitt er fyrir framkvæmd leitarinnar, 5.008 kr. Hin símafélögin bjóða upp á sams konar þjónustu, en rétt er að ítreka að sé síminn í notkun á Íslandi þarf að leita hjá hverju félagi fyrir sig til að finna tækið. Sá sem óskar leitar verður að hafa náð 18 ára aldri. Hjá Sambandinu nær leitin yfir mánaðar tímabil. 

Sé tækið í notkun erlendis er engin leið að rekja það. 

Til að hægt sé að rekja símann þarf að framvísa IMEI númeri hans. Númerið er á kvittun sem afhent var þegar tækið var keypt og einnig á umbúðunum sem fylgdu símanum upphaflega. 

Rétt er að árétta að beri leitin árangur er farsímafélögunum ekki heimilt að afhenda upplýsingar um notkun símans til eiganda hans, heldur fara upplýsingarnar til lögreglu, sem vinnur úr þeim á viðeigandi hátt. 

Svör um árangur í leit eru veitt með SMS og tölvupósti, en ávallt er svarað formlega í sérstökum reikningi sem sendur er út vegna leitarinnar.